49. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:30
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 10:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:30
Til fundarins kom Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Með henni komu Sigrún Brynja Einarsdóttir, Guðrún Gunnardóttir og Ingvi Már Pálsson frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðherra kynnti þann hluta áætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Svör við ýmsum fyrirspurnum fjárlaganefndar á 153. þingi Kl. 11:13
Dagskrárliðnum var frestað fram að næsta fundi.

3) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:16